Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Senu:
Íslenskir bíógestir létu ekki segja sér það tvisvar að upplifa töfra Pandóru í hinni byltingarkenndu stórmynd James Cameron um helgina. Þegar tölurnar eru teknar saman er þetta langstærsta opnun ársins eða 55% stærri opnun en 2012 sem átti fyrir stærstu opnun ársins. Að auki er þetta næststærsta opnun á kvikmynd í desember frá upphafi. Heildartekjur með miðnæturfrumsýningum námu um 16.2 milljónum króna og sótti myndina yfir 14,000 manns!
Fyrir ykkur sem vilja tölfræðina beint í æð er hér samantekt af þessari metopnun á Avatar um helgina:
– Stærsta opnun á erlendri bíómynd á Íslandi sem er ekki framhaldsmynd.
– Langstærsta opnun ársins
– Langstærsta opnun dreifingaraðila myndarinnar – 20th Century Fox
– Næststærsta opnun kvikmynda í desember
– 5 stærsta opnun allra tíma á Íslandi frá upphafi mælinga

