Á mánudaginn næsta – eins og kannski einhverjir vita nú þegar – verðum við með forsýningu á Where the Wild Things Are (nánari upplýsingar varðandi sýningu og miðasölu hér) og ef einhverjir vilja reyna að næla sér í boðsmiða á þessa sýningu þá erum við með nokkra slíka í boði.
Reglurnar gerast ekki einfaldari: Þið kommentið (þið vitið hvar) og segið hver ykkar uppáhalds barnamynd er, og ég mun um hádegið á morgun (sunnudaginn) draga út nokkra heppna sem fá tvo miða á þessa sýningu.
Ég minni aftur á að forsýningin er meira en mánuði á undan frumsýningardegi myndarinnar hérlendis.
*UPPFÆRT*
Ellen M. Guðmundsdóttir
Þorsteinn Valdimarsson
Sigurgeir Arinbjarnarson
Maggielvar
Russi
Þið hafið unnið 2 boðsmiða á forsýninguna. Tveir neðstu eru beðnir um að senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og gefa upp fullt nafn.
Annars mætið þið bara á undan sýningu og segið til nafns.

