Gleymið 21. ágúst! Í dag er sanni Avatar-dagurinn. Myndin er frumsýnd út um allan heim og það þýðir að þeir sem bíða spenntir geta loks skotist og séð hana bæði í 2-D og 3-D (veljið rétt!), og þeir sem eru þegar búnir að sjá hana geta ekki beðið eftir að kíkja á hana aftur.
Ég vildi vekja athygli á tiltekinni umfjöllun um myndina hér á síðunni. Ekki minni eigin (takk samt fyrir að lesa!), heldur fyrstu notendaumfjöllun síðunnar um þessa mynd, skrifuð m.a.s. af stelpu. Lof mér að kvóta aðeins í hana:
„Avatar er ein af þessum myndum sem er sönn Epísk kvikmynd. Hún dregur
mann svo inn í framtíðar heim sinn að maður verður partur af henni.
Fyrstu 90 mínuturnar af Avatar er hún hálfvegis að monta sig af
tæknibrellum sínum og því sem hún hefur skapað, og má það svo
sannarlega. Þegar fer að draga í lokin, sennilega sirka síðustu 50 eða
40 mínútur myndarinna byrjar það epíska, einn glæsilegasti bardagi sem
ég hef séð í langan tíma. Gæsahúðin rís og fer ekki niður fyrr en að
minnstakosti klukkutíma eftir að myndin er búin. Ég labbaði út úr
bíósalnum í sannarlegri kvikmynda-vímu, hugsanlega með votti af
litavímu og visualhigh.
Avatar er upplifun. Avatar er afþreying. Avatar er fyrir alla, bæði
konur og karla. Kralmennirnir geta beðið spenntir eftir bardagasenum og
nöktum bláum geimverum á meðan konurnar geta sogið í sig ástarsamband
myndarinnar og Sam Worthington aka. Mr. Sjarmör. Avatar er án efa
stórmynd 2009. Það ætti enginn af missa af henni í bíó,
því ef það er einhver mynd sem er skilda að sjá í bíó þá er það þessi
(bannað að bíða eftir DVD)!“
Hér eru einnig nokkrir erlendir dómar sem undirritaður telur vera marktækir:
Empire – 5/5
Reelviews – 4/4
Roger Ebert – 4/4 (sama einkunn og hann gaf The Golden Compass – djók – samt ekki)
Rolling Stone – 3.5/4
CHUD.com – 9.2/10
Allavega, eftir að hafa hæpað ræmuna upp í nokkrar vikur með nánast einni Avatar-tengri frétt á dag er loks komið að því að halda kjafti (þ.e.a.s. ég, ekki þið) og leyfa áhorfendum að upplifa þessa epísku mynd sjálf. Cameron er svo sannarlega maður mánaðarins, og aðrir blockbuster-leikstjórar (þ.á.m. Michael Bay og Stephen Sommers) eru ábyggilega að sálast úr öfundsýki.

