Önnur Avatar getraun!

Um helgina verður Avatar heimsfrumsýnd og eins og flestir vita núna er um einhverja stærstu mynd ársins að ræða. Kvikmyndasérfræðingar um allan heim spá ýmsum opnunartölum og nú ætla ég að hvetja til þess að notendur þessarar síðu geri svipað.

Hérna hjá mér er ég með sérstakan jólapakka sem ég kýs að kalla „James Cameron pakkann,“ og inni í honum eru DVD diskar með eldri myndum hans, plaköt, bíómiðar og fáeinir óvæntir glaðningar. Alls ekki amaleg gjöf sem einn heppinn notandi mun fá.

Í undanförnum getraunum hef ég þurft að draga sjálfur úr fleiri hundruð nöfnum en núna ætla ég að gera þetta aðeins meira spennandi. Það sem ég ætlast til þess að notendur geri er að koma með hugmyndir fyrir opnunartölur Avatar yfir helgina og sá notandi sem verður nærstur tölum mánudagsins fær glaðninginn.* Þetta er nokkurn veginn eins og bandaríski þátturinn The Price is Right 🙂

Þið að sjálfsögðu kommentið hér á spjallinu svo aðrir geta séð. Þið megið líka bara segja ein tiltekna tölu ($87,5 mill). Það gildir ekki ef þið svarið „milli 80-90 milljónir.“

Þátttaka stendur til miðnættis á morgun (18. des). Ekki er hægt að senda inn komment um leið og opnunartölur föstudags eru komnar í hús (þær gætu gefið upp merki um heildartölur helgarinnar). Á mánudagsmorgun kemur það svo í ljós hver vinnur.

*Ef tveir eða fleiri giska á réttar tölur þá verður bara dregið einn úr. Betri líkur þar a.m.k. heldur en i boðsmiðaleiknum.