Nóg af Nexusmiðum eftir

Ef einhverjir voru að pæla í að fara á Nexusforsýninguna á Avatar en ákváðu að sleppa því vegna þess að það „gæti“ verið uppselt, engar áhyggjur, því skv. eiganda búðarinnar er enn nóg af miðum eftir og fullt af góðum sætum lausum.

Sýningin er (í þrívídd í Smárabíói) á miðvikudaginn næsta kl. 20:00 og kostar 2000 kr. á hana. Ekkert hlé verður, eins og venjulega á Nexusforsýningum. Eingöngu er hægt að kaupa miða í versluninni.

Nánari upplýsingar á Nexus.is.

Forsalan er annars í fullum gangi og ef einhverjir voru að velta fyrir sér hvenær dregið verður úr Kvikmyndir.is boðsmiðaleiknum þá verður það í kringum miðnætti í kvöld.