Nexus forsýnir Avatar

Núna á miðvikudaginn, þann 16. des ætlar Nexus að vera með forsýningu á stærstu „event“ mynd ársins (á eftir Saw 6), Avatar!

Ég er alveg viss um það að við á vefnum séum búin að segja titilinn svona 200x bara í þessum mánuði, en til þess eru einmitt „event“ myndir, og sérstaklega ef þær eru þess virði að kíkja á. En þessi sýning gefur aðdáendum Camerons séns á því að sjá myndina aðeins fyrr í ljómandi góðri stemmningu.

Sýningin verður kl. 20:00 í Smárabíói. Miðasala á sýninguna hefst kl. 11 á laugardaginn í versluninni Nexus á Hverfisgötu 103. Miðinn kostar 2000 kr. og um er hlélausa sýningu að ræða, í þrívídd. Búist er við því að það verði röð við dyrnar áður en miðasala byrjar þannig að ráðlagt er að mæta tímanlega. Selt er í númeruð sæti.

Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Nexus afþreyingar. Ég mæli sterklega með því að sem flestir kíki á þessa sýningu (ef ekki, þá bara sjá ræmuna við fyrsta tækifæri). Þetta verður í fyrsta sinn þar sem að myndin verður sýnd fyrir framan almenning á landinu.