Adam Sandler og Zhang Ziyi ( Rush Hour 2 ) munu leika aðalhlutverkin í myndinni Good Cook, Likes Music, sem New Line Cinema framleiðir. Fjallar hún um lánlausan aumingja sem býr í hjólhýsi með móður sinni, þar til einn daginn að hann svarar auglýsingu sem hann sér í tímariti um að panta sér konu erlendis frá. Þegar tilvonandi brúður hans mætir kemst hann að því að hún er tónlistarsnillingur og breytist líf þeirra beggja þá til frambúðar. Næstu myndir hjá Sandler eru Punchdrunk Knuckle Love sem hann er búinn að vera að gera með Paul Thomas Anderson ( Magnolia ) og Deeds þar sem hann leikur á móti Winona Ryder en báðar þessar myndir koma út á næsta ári.

