Sigourney Weaver lýsir Pandoru

Fyrir þá sem vilja hita aðeins upp fyrir Avatar (11 dagar í hana) þá mæli ég með stuttu vídeói sem er að finna efst á vídeólista forsíðunnar sem heitir einfaldlega „Pandora.“ Tek samt fram að vídeóið er með frönskum texta, en það ætti nú varla að bögga ykkur.

Um er að ræða svokallað Featurette þar sem ein af aðalleikkonunum, Sigourney Weaver, lýsir plánetu myndarinnar í hálfgerðum David Attenborough-stíl. Þetta er mjög athyglisvert og einnig má sjá talsverðan mun á tæknibrellunum frá því að fyrsti teaserinn kom út (greinilega búið að fínpússa talsvert og breyta litnum á skotunum). Þið getið líka smellt hingað og þar er hægt að finna brot sem sýnir muninn á brellunum úr teasernum og trailernum.

Fljótlega mun Kvikmyndir.is gefa almenna boðsmiða á myndina og DVD eintök af nokkrum fyrri myndum Camerons.