Persónulega er ég mjög líbó þegar kemur að endurgerðum. Þær hafa kannski verið fleiri tilgangslausar heldur en frábærar, en engu að síður er stundum (bara stundum!) hægt að vera bjartsýnn yfir þeim.
Að kalla þennan trailer fyrir amerísku útgáfuna af Death at a Funeral tilgangslausan væri alltof vægt til orða tekið, en það er auðvitað bara mín skoðun. Þetta lítur samt út fyrir að vera sama mynd, tekin upp með sama handriti nema með viðbættum svertingjabröndurum og slapstick-skotum. Og já, dvergurinn er líka sá sami. Leikstjórinn er líka sá sami og færði okkur hlátursveisluna The Wicker Man, þannig að áhorfendur ættu að vera orðnir vel spenntir núna.
En án þess að fara of mikið út í persónulegar skoðanir vil ég frekar bara sýna ykkur þetta blessaða sýnishorn. Kíkið yfir á forsíðuna og þar ættuð þið að finna hann efst á vídeólistanum.
Myndin er annars væntanleg í bíó í apríl á næsta ári og með helstu hlutverk fara Chris Rock, Martin Lawrence, Tracy Morgan, Danny Glover, James Marsden, Luke Wilson og Zoe Saldana (sem leikur m.a. í Avatar).

