Viðbót í staffið okkar

Á undanfarinni viku hafa borist ansi margar umsóknir eftir að ég auglýsti að okkur vantaði nýjan fréttamann hér á síðuna, og ég verð að játa að eitt það sársaukafyllsta sem ég hef á ævi minni gert er að sortera úr þeim og ákveða hvern skal taka inn.

Það var alveg hellingur af efnilegu fólki sem sótti um; Allt gallharðir kvikmyndaáhugamenn sem voru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig fyrir vefinn og ég met þess auðvitað mikils. En hins vegar þurfti ég að reyna að velja úr. Ég valdi x marga og fór með þær umsóknir til yfirmanns míns þar sem sameiginleg ákvörðun var tekin.

Það voru tveir ákveðnir aðilar sem við þurftum að slást um, annar karlkyns, hin kvenkyns. Þau sendu okkur ýtarlegar og persónulegar umsóknir sem fangaði mikla athygli hjá okkur. Auk þess sendu þau brot af því sem þau höfðu áður skrifað.

Eftir langan hausverk í gærkvöldi ákváðum við loks að fá þau bara bæði.

Nýjustu fréttamenn/stjórnendur síðunnar eru Aðalsteinn Einarsson (kallaður „Alli,“ sem er á lausu stelpur) og Hildur María Friðriksdóttir (sem er ekki á lausu strákar). Við reiknum með að þau byrji að skrifa í næstu viku.

Ég þakka samt kærlega fyrir umsóknirnar og hef ákveðna aðila á „hliðarlínunni“ ef okkur vantar einhvern aftur. Endilega komið kurteisislega fram við þessa nýju fréttamenn í kommentum ykkar, allavega svona fyrst 😉