Eftirfarandi er fréttatilkynning frá SAMbíóunum:
Vegna frábærra viðbragða og áhuga á The Twilight Saga: New Moon víðsvegar um heim hefur verið ákveðið að frumsýna kvikmyndina hérlendis 25. nóv. í stað 27. nóv. eins og áður hafði verið auglýst. En þess má geta að Sambíóin forsýndu kvikmyndina Twilight: New Moon við fádæma viðbrögð enda uppselt á allar forsýningar síðastliðinn föstudag. Eftirspurnin hefur verið gríðarleg og má geta þess að nú þegar hafa verið nokkuð þúsund bíómiðar seldir í forsölu.
Myndin hefur verið að slá hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. The Twilight Saga: New Moon þénaði 140,7 milljón dali og státar þar með af titlinum *þriðja stærsta opnun allra tíma í USA*. Myndin er jafnframt orðin sú kvikmynd sem hefur selt flesta miða í forsölu á veraldarvefnum og skákar þar með myndum á borð við *Star Warz: Episode III Revenge of the Sith*(2005), *Harry Potter and the Half-Blood Prince*(2009), *The Dark Knight* (2008) og *Twilight* (2008).
Í Evrópu opnaði myndin með gríðarlegum látum og má meðal annars nefna Bretland í því samhengi enda New Moon í öðru sæti yfir aðsóknarmesta frumsýningardag fyrr og síðar. En einungis breski leyniþjónustumaðurinn James Bond hefur gert betur þar í landi en Vampíran Edward og vinkona hans Belle Swan í New Moon.
Árið 2008 hófst kvikmynda ævintýrið Twilight, byggt á bókum Stephanie Meyer, en hún þénaði 384 milljónir á heimsvísu. Svo virðist sem vampírur njóti sívaxandi vinsælda enda opnar Twilight: New Moon í 260 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina á heimsvísu. Því gefur það augaleið að vinsældir hennar verða töluvert meiri en upphafsmyndarinnar.
*UPPFÆRT* Þeir sem eru þegar búnir að kaupa miða geta skilað miðunum og farið á fyrri sýningar. Semsagt, ef þú átt miða á sýningu á föstudaginn, þá geturðu breytt því yfir í miðvikudag, svo lengi sem það er ekki þegar uppselt á viðkomandi sýningu.

