Trailer kominn fyrir Prince of Persia

Núna er loks hægt að bera augum á fyrsta sýnishornið fyrir stórmyndina Prince of Persia: The Sands of Time, sem er væntanleg næsta sumar. Myndin er frá sömu framleiðendum og færðu okkur Pirates of the Caribbean-þríleikinn.

Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton, Sir Ben Kingsley og Alfred Molina fara með helstu hlutverk ásamt auðvitað Gísla Erni Garðarssyni, sem þekktastur er úr Vesturport-leikhópnum. Það glittir aðeins í hann í trailernum.

Eins og venjulega þá er trailerinn að finna á forsíðunni og undirsíðu myndarinnar. Mælt er með því að hann verði skoðaður í fullscreen-gæðum.