MJ efstur yfir Hrekkjavökuhelgina

Það kom mörgum á óvart að Paranormal Activity skuli ekki hafa haldið toppsætinu yfir Hrekkjavökuhelgina. Hún hefur engu að síður verið að gera frábæra hluti og er núna búin að þéna $84,8 milljónir. Ég minni aftur á að myndin kostaði í mesta lagi $15,000.

Michael Jackson-heimildarmyndin, THIS IS IT, var vinsælasta mynd helgarinnar, en aðstandendur voru samt fyrir talsverðum vonbrigðum með aðsóknartölurnar. Menn höfðu spáð því að hún myndi ná að græða a.m.k. $40 milljónir yfir helgina, en í staðinn græddi hún rúmlega $30 milljónir allt í allt, og aðeins $21,3 yfir helgina.

Hin margumtalaða Boondock Saints II: All Saints Day lét hvergi sjá sig á topp 10 lista helgarinnar, enda var hún aðeins sýnd í 68 kvikmyndahúsum yfir öll Bandaríkin. Myndin lenti í 16. sæti og skilaði inn einhverri hálfri milljón.