Ashley Greene, sú sem leikur Alice Cullen í Twilight-myndunum, sagði í viðtali við tímaritið People að nýja myndin, New Moon, verði mun aðgengilegri fyrir bæði kynin heldur en fyrri myndin.
Hún segir að fyrri myndin hafi verið miklu rólegri og „stelpulegri“ og að það verði miklu meiri hasar í þessari, svo að hún telur líklegt að strákar eigi eftir að fíla myndina ekkert síður heldur en stelpur.
The Twilight Saga: New Moon verður frumsýnd þann 27. nóvember. Kvikmyndir.is mun gefa miða á sérstaka forsýningu þann 20. nóvember. Þetta er sama forsýning og Fríðindaklúbbur Sambíóanna á Facebook mun halda, þannig að ef þú vilt eiga möguleika á því að vera með þeim fyrstu á landinu til að sjá þessa þá er um að gera að fylgjast með síðunni á næstu dögum.

