Poppkóngurinn flottur

This Is It , baksviðs heimildamyndin um tónleikaröð Michael Jackson sem fyrirhuguð var í O2 höllinni í London í sumar, sem búið er að djassa upp í mynd í fullri lengd, er væntanleg í bíó í næstu viku. Miðað við sýnishornin þá verður þetta flott mynd og aðdáendur poppkóngsins munu fá mikið fyrir sinn snúð.
Á netinu er nú slatti af klippum úr myndinni og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. Njótið vel!