Það lítur út fyrir að Laura Dern muni bregða fyrir í hinni væntanlegu LITTLE FOCKERS, sem er auðvitað þriðja myndin í „Focker-seríunni.“ Dern mun leika kennara, sem á víst að kenna litlu Focker-börnunum í myndinni. Meira er ekki vitað.
Jay Roach, sem leikstýrði fyrri myndunum (ásamt öllum þremur Austin Powers-myndunum), mun hins vegar ekki leikstýra í þetta sinn heldur mun Paul Weitz taka við. Weitz er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt fyrstu American Pie-myndinni ásamt bróður sínum, Chris (sem leikstýrði sjálfur The Golden Compass og The Twilight Saga: New Moon), ásamt því að hafa gert myndir á borð við In Good Company og síðan Cirque du Freak: The Vampire’s Assistant, sem er væntanleg í bíó.
Jessica Alba fer einnig með hlutverk í Little Fockers, ásamt fastahópnum, s.s. Ben Stiller, Teri Polo, Blythe Danner og Robert De Niro.
John Hamburg, sem leikstýrði síðast I Love You, Man og meðskrifaði Meet the Parents og Fockers, mun sjá um handritið.

