Fyrsti trailerinn kominn fyrir Expendables!

Núna var að detta inn á netið þriggja mínútna kynningartrailer fyrir The Expendables, sem margir bíða eftir með gríðarlegri eftirvæntingu, enda margar ástæður þar að baki. Það þarf ekki nema að skoða leikaraúrvalið til að sjá hversu safaríkt hlaðborð er hér um að ræða, og ofbeldið í þessum trailer gerir gott ennþá betra. Ég held að það sé klappað og klárt að þetta verði einhver mest „badass“ mynd næsta árs. Það er erfitt að sjá fyrir sér „góða“ mynd eftir að hafa séð vídeóið, en maður vonast eftir brjáluðu afþreyingargildi.

Þennan trailer má finna á forsíðunni og undirsíðu myndarinnar (smellið hér). Ég mæli sterklega með því að þið stækkið rammann og horfið á hann í fullscreen.

Fyrir þá sem ekki eru alveg vissir hvaða leikara er hér að finna, þá erum við að ræða um menn á borð við Sylvester Stallone (sem skrifar og leikstýrir), Mickey Rourke, Jason Statham, Jet Li, Dolph Lundgren, Danny Trejo, Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis. Ó-JÁ!

Myndin verður frumsýnd í apríl á næsta ári.