Í kvöld – s.s. mánudaginn 12. október – verður haldin sérstök boðssýning á Zombieland kl. 20:00. Sýningin er ekki á vegum okkar, en við höfum engu að síður fengið miða til að gefa á hana. Hver fær tvo miða.
Vilt þú sjá Zombieland í kvöld?
Ef þú, lesandi góður, hefur brennandi áhuga að sjá þessa mynd sem hefur verið að gera allt vitlaust úti í Bandaríkjunum þá er ekki margt sem þú þarft að gera. Ég hef að vísu ákveðið að vera með snögga getraun bara til að krydda aðeins upp á þetta og helst gera þetta öðruvísi en þegar við gáfum miða á „9.“
Núna þarf enginn að senda mér neinn póst. Við gerum þetta alfarið á spjallsvæðinu hér fyrir neðan. Það sem ég vil að þú gerir er að búa til þínar eigin 5 reglur yfir hvernig skal lifa af Zombie-árás. Þetta er ógurlega mikið í stíl við myndina og í raun mega menn bulla eins og þeir vilja. Það eina sem ég vil sjá í kommenti eru reglur og nöfn. Svo dreg ég x marga út fyrir kl. 16:00 í dag. Fólk þarf að skilja eftir fullt nafn og netfang svo ég geti búið til gestalista og látið viðkomandi aðila vita í tæka tíð.
Ef þið eruð ekki að ná fyrirmælunum, þá skal ég taka hérna smá dæmi:
– Nafn
– Netfang
REGLA #1: Aldrei ferðast með fólki sem er ósjálfbjarga!
REGLA #2: Passa alltaf að það sé nóg bensín á bílnum.
REGLA #3: Gott þol. Þú þarft að hlaupa MIKIÐ!
REGLA #4: Vertu viss um að þú sért ávallt með vopn við hendi.
REGLA #5: Enga hetjustæla!
Eitthvað svona, og eins og ég segi, má vera algjört bull!
Venjulega myndi ég biðja um að láta senda mér þetta beint, en það er svo þúsund sinnum skemmtilegra að leyfa öðrum notendum að sjá hvaða hugmyndir aðrir koma með. Ef ykkur finnst óþægilegt að gefa upp netföng í opinni umræðu hér á síðunni, þá getið þið alltaf sent mér póst á tommi@kvikmyndir.is og sagt mér hvaða reglur þið bjugguð til.
Zombieland er annars frumsýnd þann 23. október.

