Zombieland frumsýnd fyrr en áætlað var

Í ljósi þess að hin snarklikkaða hryllingsgamanmynd Zombieland hefur verið að fá svona góða aðsókn og virkilega trausta dóma erlendis hefur Sena ákveðið að færa myndina og frumsýna hana hér á landi þann 23. október, í stað 4. desember, eins og upphaflega var áætlað.

Myndin er með 87% á RottenTomatoes.com og er komin inná topp 250 listann (#131) á IMDB.com.

Hvernig eru menn að taka í þessa mynd? Einhverjir spenntir? Sjálfum fannst hún vera með þeim fyndnari og skemmtilegri sem ég hef séð á öllu árinu. Erum að vinna í því að gera eitthvað skemmtilegt í kringum hana.