Búið að velja leikara fyrir Let Me In

Það verða þau Kodi Smit-McPhee, Chloe Moretz og Richard Jenkins sem munu fara með aðalhlutverk í bandarískri útgáfu af myndinni Let the right one in, Let Me In. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves sem leikstýrði meðal annars Cloverfield.

,,Kodi, Chloe og Richard eru draumaliðið mitt“ segir Reeves, „Ég gæti ekki verið meira spenntur fyrir því að vinna með þeim.“

Ég sé persónulega enga ástæðu fyrir því að endurgera þessa snilldarmynd, það er ekki að ástæðulausu að myndin fái 98% á rottentomatoes. Maður verður hins vegar að sætta sig við hvernig Hollywood virkar, og ég er sæmilega sáttur við leikaravalið. Richard Jenkins hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér.

Endilega gefið ykkar álit.