Hvað er í gangi með Freddy ?

Framleiðandii hinnar nýju Freddy Kruger myndar, Brad Fuller, hefur svarað gagnrýnisröddum vegna ,,trailerins“ sem kom út í vikunni. Ef þú varst einn af þeim sem horfðir á trailerinn og hugsaðir með þér ,,WTF hvað er í gangi með meikið á honum ???“ eða ,,Röddin í honum hljómar skringilega.“ þá ert þú ekki einn um það. Fuller sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins:

,,Þetta er ekki endanlegt útlit á Freddy. Það er allt í vinnslu ennþá. Margir gagnrýndu tölvuteiknaða hluta andlitsins, við viljum ekki gefa allt frá okkur ennþá en ég get hinsvegar sagt það að 98% andlitsins á honum er raunverulegt meik. Ennfremur, eins og margir vita nú þegar, þá völdum við ,,harðkjarna“ lausn fyrir Freddy og vildum að hann liti út eins og raunverulegt fórnarlamb bruna. Ég vil ekki einu sinni ýminda mér hve mikil gagnrýnin hefði verið ef við hefðum ekki gert það.

Rödd persónunar er heldur ekki fullkláruð. Jackie eyddi miklum tíma í röddina, að rannsaka hvernig fórnarlömb bruna með brunnin raddbönd hljómuðu. Hann er ennþá að vinna í því, og við búumst við því að hann vinni í því alveg fram á síðustu stundu.

Fyrir þær gagnrýnisraddir sem hafa spurt hvort myndin verði ,,PG-13″ vil ég bara segja eitt… Eru þið að grínast í mér ?!? Að sjálfsögðu verður þetta ,,R-rated“ mynd!“