Núna er mánuður síðan að söfnun fyrir Laugarásvideó hófst og við erum mjög nálægt því að ná takmarkinu. Þessvegna höfum við ákveðið að ljúka formlegri söfnun 11. október. Ég talaði við Gunnar í dag og það er verið að vinna að því að prufa þá diska sem talið er að hafi bjargast. Það er líka mikil vinna eftir við að innrétta uppá nýtt.

