Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið,
hefur nú verið endurklippt og endurgerð sem sjónvarpsþáttasería og mun
fyrsti þátturinn verða sýndur á RÚV í kvöld, föstudag, kl. 20.15. Alls munu þættirnir verða fimm talsins. Á logs.is er vitnað í leikstjórann sem segir að þáttaröðin gefi fyllri mynd af heildarsögu verksins heldur en
kvikmyndin. „Sögulögmál þátta er rýmra og frjálslegra en kvikmynda og
því gefur þetta okkur frábært tækifæri til að kafa dýpra ofan í króka
og kima söguheimsins sem er vægt til orða tekið skrautlegur,“ segir Ólafur í samtali við logs.is
Meðal
leikenda eru Pétur Jóhann Sigfússon, Ingvar Sigurðsson, Hilmir Snær
Guðnason, Eggert Þorleifsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Ilmur
Kristjánsdóttir og Michael Imperioli úr Sopranos-þáttunum.

