MGM gjaldþrota ?, Bond 23 og The Hobbit í uppnámi

MGM hefur óskað eftir því við sína fjárfesta að fá 20 milljón dollara bara rétt til að halda reksrinum gangandi og svo 150 milljón dollara til lengri tíma litið. Að öðrum kosti fer fyrirtækið á hausinn og gæti misst höfundarréttinn á kvikmyndaseríunni James Bond og Hobbitanum.

En hluthafar MGM vilja láta fyrirtækið verða gjaldþrota því þeir eiga fyrstir tilkall í peningana sem kæmu út úr því. Stúdíóið telur sig ekki geta haldið velli án Bond vörumerkisins og því myndi þetta gjaldþrot knésetja MGM til frambúðar.

Það er heldur ekki bara Bond sem þeir myndu missa réttinn að heldur eiga þeir fullt af vörumerkjum.

Fjölmiðlar vestanhafs spá því allavega að myndirnar tvær muni frestast vegna þessa ferlis. Hvort sem þeir fái fjármagn, eða fari á hausinn og aðrir kaupi réttinn.