Myndband úr Avatar leiknum komið á netið

Ubisoft hefur nú gefið út rétt rúmlega þriggja mínútna myndband úr Avatar leiknum eða svokallað „Game play video“. Í myndbandinu sér maður skóginn Pandora, sem er einn af 16 umhverfum í leiknum.

Leikurinn sem byggður er á bíómynd James Cameron, Avatar, segir þó aðra sögu frá sama hnetti, og tengist því myndinni óbeint. Hins vegar má sjá kunnulega hluti sem maður var búinn að sjá í trailerinum fyrir myndina, eins og hin ýmsu tæki, umhverfi og verur. Engu að síður áhugavert að skoða fyrir „harðkjarna“ Avatar fylgjendur.

  • Sýnishorn

  • Avatar: Avatar „Gameplay“ Trailer