Búið er að ákveða frumsýningardag fyrir næstu Spider-Man mynd, þá fjórðu í röðinni og geta aðdáendur tekið daginn frá. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 6. maí 2011, bæði í hefðbundum bíóhúsum sem og í IMAX bíóum.
Miklar vangaveltur hafa verið hjá Marvel Studios um hvaða dagur væri bestur fyrir frumsýninguna, en þessi dagur var upptekinn fyrir frumsýningu annarrar ofurhetjumyndar, The First Avenger: Captain America. Sú mynd hefur nú verið flutt til 22. júlí 2011. Marvel mun síðan frumsýna enn eina ofurhetjumyndina þann 17. júní, Thor. Það verður því mikið ofurhetjusumar, sumarið 2011.
Sam Raimi mun leikstýra Spider-Man á nýjan leik og Tobey Maguire og Kirsten Dunst mæta aftur til leiks í hlutverkum köngulóarmannsins og kærustu hans.
Fyrri myndir hafa rakað inn fé um allan heim, eða alls 2,5 milljörðum Bandaríkjadala.

