Mtv var að birta fyrstu behind the scenes úr myndinni Clash of the Titans. Myndin sem á að koma út 26. mars 2010 ytra, er endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1981.
Í myndinni berjast menn gegn konungum og konungar gegn guðum. En stríðið gegn guðunum gæti eytt heiminum öllum. Perseus er sonur guðs en alinn upp af mönnum, en er hjálparlaus við að bjarga fjölskyldu sinni frá Hades, miskunarlausann guð undirheimanna. Nú þegar Perseus hefur engu að tapa býðst hann til þess að fara í leiðangur til þess að drepa Hades áður en hann ræðst á Zeus.

