Birt hefur verið mynd úr næstu Saw mynd, Saw 6. Í stórum dráttum er söguþráðurinn eitthvað á þessa leið: Lögreglumaðurinn Strahm er látinn, og leynilögreglumaðurinn Hoffmann er arftaki hans. Hringurinn þrengist í kringum Hoffmann og þegar alríkislögreglan nálgast,er Jigsaw nauðugur einn kostur – að setja enn einn leikinn í gang. Í myndinni kynnast áhorfendur loks markmiðum Jigsaw og ástæðum allra hans gjörða.
Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 23. október nk.
Saw 6 lofar svo sannarlega góðu:

