Það er orðið ljóst að bæði mogginn og visir.is birta hvaða slúður sem er, án þess að tékka á heimildum eða grennslast fyrir um það. Mogginn birti bull frétt The Sun um að Megan Fox yrði Kattakonan í næstu Batman mynd, degi eftir að við hér á kvikmyndir.is vorum að gera grín að fréttinni.
Nú nokkrum dögum seinna birtir visir.is þessa frétt einnig. Ég held að þessir „blaðasnápar“ mættu kíkja inn á kvikmyndir.is oftar.
Talsmaður stúdíósins sagði við People magazine á dögunum „þetta er bara bull, þetta er ekki satt. Það er ekkert handrit og því ekkert verkefni til að ráða leikara í.“
Ef litið er á einhverjar af helstu kvikmyndasíðum heims þá sést að þær eru annaðhvort að gera grín að þessu eða sleppa því að birta þetta bull. Til dæmis má kíkja á Empire, IGN.com eða IMDB.com.
Sjá frétt vísis hér.
Sjá frétt moggans hér.
Sjá frétt upprunalegu frétt okkar hér.

