Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Senu:
Karlar sem Hata Konur er ein vinsælasta mynd ársins og hafa nú um 40,000 gestir upplifað einn magnaðasta spennutrylli síðari ára og aðsókn hvergi nærri lokið. Eftirvænting fyrir framhaldinu er hreint með ólíkindum og því gaman að tilkynna staðfestan frumsýningardag á næstu mynd í Millenium trílógíunni – Stúlkan sem lék sér að Eldinum verður frumsýnd í Smárabíói, Regnboganum, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri föstudaginn 2. október (áður var myndin skráð þann 22. okt), bókin kemur út um miðjan september… og gefst aðdáendum því smá tími til að klára Stieg Larsson snilldina áður en það sér myndina í bíó. Loftkastalinn sem Hrundi, þriðja og síðasta myndin, verður svo frumsýnd í janúar 2010.
Sýnishornið er komið á netið og í sýningar í kvikmyndahúsum Senu.
Hægt er að skoða myndbrot hér og hér.

