Svo mikið var álagið á amerískum serverum í gær að loka þurfti Avatar heimasíðunni, Avatarmovie.com. Ástæða þess var að hægt var að sækja sér miða á sýninguna á síðunni fyrir Avatar daginn. Það lýtur út fyrir það að uppselt verði á sýningar vestanhafs, og spenningur mikill.
„Að segja það að fólk sé spennt fyrir þessari mynd er vægt til orða tekið. Hún greinilega varð til þess að serverarnir hrundu allir. Það er nokkuð góð yfirlýsing um hve fólk er forvitið og áhugasamt um þessa mynd.“
Ég minni enn og aftur á Avatar daginn sem verður haldinn hátíðlegur hér á Íslandi í boði Senu 21.ágúst, hægt verður að sjá trailer myndarinnar frítt, í þrívídd og í bíósal Smárabíó. Sena mun einnig bjóða upp á léttar veitingar í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar má finna hér.


