Lego bíómynd í pípunum

Samkvæmt nýjustu fréttum vestanhafs þá hafa Warner Brothers keypt réttinn að Lego bíómynd og hafa byrjað frum vinnu við hana. Að þeirra sögn á þetta að vera fjölskyldu grínmynd með blöndu af tölvuteiknuðum og alvöru leikurum. Leikstjóri myndarinnar á að vera Roy Lee.

Þar með hefur Lego bæst í hóp þeirra leikfanga sem fá sína eigin bíómynd, en það virðist vera vinsælt um þessar mundir.

Myndir þú vilja sjá eitthvað leikfang á hvíta tjaldinu með sína eigin bíómynd ? Eða finnst þér að kvikmyndaframleiðendur ættu að snúa sér að öðru ?