G.I. Joe leggst misvel í gagnrýnendur

Fyrir frumsýningu myndarinnar var gagnrýnendum ekki boðið að sjá myndina, sem er vanalega gert. Í þau skipti sem gagnrýnendur fá ekki að sjá myndina á undan bíógestum þá er það annaðhvort af því myndin er svo fáránlega góð, að það þurfi ekki auka hype, eða af því að hún er svo fáránlega léleg, og þeir vilji ekki fá slæma dóma áður en myndin kemur út. Fyrir útgáfu myndarinnar höfður þeir einungis leyft sérvöldum hópi gagnrýnenda að sjá myndina sem allir skrifuðu góða dóma á rottentomatoes.com. Þetta gerði það að verkum að myndin fékk 80% fresh á síðunni. Nú hins vegar þegar myndin er komin út hefur þessi einkunn hrapað hraðar en íslenska bankakerfið síðasta haust.

Myndin var hins vegar að gera góða hluti í miðasölu ytra en myndin sló sölumet fyrir ágústmánuð, hún kemst þó ekki með tærnar þar sem myndir eins og Star Trek voru með hælana.

Íslenskir bíógestir geta freistað þess að sjá myndina á miðvikudag þegar hún verður frumsýnd hér á landi. Nú er bara spurningin hvort þetta verði eitthvað í líkingu við Transformers þar sem fólk lét ekki slæma dóma gagnrýnenda spilla því að fara í bíó á heilalausa mynd til að skemmta sér, að sjá hasaratriði og tæknibrellur.