Á miðvikudaginn næsta (5. ágúst) mun Græna Ljósið gefa út dramaþrillerinn Funny Games U.S. og í tilefni þess munum við gefa áhugasömum tvo miða á myndina.
Miðarnir gilda hins vegar bara á frumsýningardaginn kl. 8, þannig að ef þú hefur áhuga að skella þér í bíó á þeim degi (og vera innan um stóran hóp af Kvikmyndir.is-notendum) ekki hika þá við að senda mér póst. Þú þarft í raun ekkert að gera neitt annað en að senda línu á tommi@kvikmyndir.is – Það er slatti af miðum í boði (þótt „fyrstir koma, fyrstir fá“ reglan gildi auðvitað líka). Ég læt vita þegar miðamagnið klárast.
Funny Games fjallar um vel stæð hjón (Naomi Watts og Tim Roth) sem ásamt syni sínum tekin til fanga af tveimur ungum
drengjum (Michael Pitt og Bradley Corbett) í sumarhúsi sínu. Í fyrstu eru drengirnir afar kurteisir, en
sjúkir leikir þeirra ágerast og líkamlegt og andlegt ofbeldi gagnvart
fjölskyldunni versnar eftir því sem líður á nóttina. Ljóst er að líf
þeirra allra eru í hættu og annar drengjanna gerir veðmál við
áhorfendur:
Allir fjölskyldumeðlimir verða dauðir fyrir kl. 9 um morguninn. Það sem
eftir lifir nætur, er stóra spurningin: Mun einhver lifa af?

