Book of Eli

Book of Eli fjallar um einmanna hetju að nafni Eli, leikinn af Denzel Washington, sem er verndari Book of Eli. Bók þessi á að innihalda upplýsingar um hvernig eigi að reisa mannkynið upp úr öskunni en myndin gerist eftir heimsendi „post-apocalyptic“. Gary Oldman sem leikur Carnegie er illmenni myndarinnar og freistar þess að ná bókinni af honum.

Hughes bræður sem leikstýra myndinni hafa ekki komið nálægt mynd síðan þeir gerðu síðast From Hell árið 2001, en þeir eyddu miklum tíma í handrit þessarar myndar.

  • Sýnishorn

  • Book of Eli: Trailer