Kvikmyndir.is forsýnir Public Enemies

Núna á fimmtudaginn, þann 23. júlí, mun Kvikmyndir.is vera með sérstaka
forsýningu (í Nexus-stíl) á nýjustu mynd Johnny Depp, Public Enemies.
Sýningin verður í Sambíóunum í Álfabakka kl. 5:30 (ekki besta tímasetning í heimi, en miðað við lengd myndarinnar bauðst ekki annað). Miðaverð er 1200 kr.

Þetta er fyrsta forsýningin á landinu og geta menn séð ræmuna tvem vikum fyrir frumsýningu.

Það eru þrjár leiðir til að kaupa miða. Ef þið eruð með kreditkort þá er langþægilegast að smella beint hingað: http://www.kvikmyndir.is/kaupamida

Annars ef þið viljið millifæra eða borga með peningum þá sendið þið
okkur póst á kvikmyndir@kvikmyndir.is og þið getið síðan borgað við
innganginn fyrir sýningu.

Fyrir þá sem ekki vita þá segir myndin frá hinum víðfræga John
Dillinger (Johnny Depp), glæpamanni sem var meðal annars þekktur fyrir
gríðarlegan sjarma og tókst að fanga athygli fólks með vel heppnuðum
bankaránum og eftirminnilegum flóttum. Fljótlega verður hann að helsta
markmiði FBI-lögreglunnar, og þar á meðal svífst hinn metnaðarfulli
Melvin Purvis (Christian Bale) einskis til að ná honum og koma honum á
bakvið rimla fyrir fullt og allt, og halda honum þar. Leikstjóri
myndarinnar er Michael Mann (Heat, The Insider, Collateral).

Myndin er bönnuð innan 16 ára. Annars vonumst við til að sjá sem flesta.