Warner Brothers og fyrirtæki Leonardo DiCaprio, Appian Way, hafa hafið vinnslu á Twilight Zone bíómynd sem á að byggja á upprunalegu þáttunum. Sá sem hefur verið fenginn til að skrifa handritið er Rand Ravich en hann leikstýrði The Astronaut’s Wife og framleiddi undefined. Hann er einnig höfundur sjónvarpsþáttanna Life.
Upprunalegu Twilight Zone þættirnir hófu göngu sína 1959 á CBS og var heilar fimm seríur. John Landis og Steven Spielberg framleiddu og leikstýrðu svo sínum eigin atriðum í Twilight Zone: The Movie sem kom út 1983.
Svo má til gamans geta að Appian way eiga einnig réttinn að Aquaman og hafa verið í „leynilegum“ viðræðum við Warner um framleiðslu myndar um þá sæhetju.

