Eins og fram hefur komið í fréttum hér á síðunni eru tökur hafnar á nýrri íslenskri bíómynd í Búðardal með Stefáni Karli Stefánssyni í aðalhlutverki. Kvikmyndir.is hefur fengið senda fyrstu myndina af Stefáni í hlutverki sínu sem Lárus, en á myndinni sést leikarinn í yfirgefnu sláturhúsi í Búðardal.
Laxdæla Lárusar segir frá verkfræðingi í Reykjavík sem er nýfráskilinn. Hann lýgur sig inn í aðstæður til að geta bjargað sveitarfélagi á Vesturlandi frá glötun í örvæntingarfullri tilraun til að finna sjálfan sig.
Tökur á myndinni munu standa yfir í 7 vikur í Búðardal og Reykjavík. Leikstjóri er Ólafur Jóhannesson.

