100 myndir á RIFF í haust

Um 100 kvikmyndir verða sýndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni  í Reykjavík sem fram fer 17. – 27. september nk. Þetta er í 6. sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún unnið sér fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar. Myndirnará hátíðinni eru, að því er fram kemur í fréttabréfi frá hátíðinni, samansafn af því sem þykir mest spennandi úr heimi kvikmyndanna í hinum ýmsu flokkum kvikmyndalistarinnar. Meðal annars verður lögð áhersla á heimildamyndir og barnamyndir á hátíðinni í ár. Auk kvikmyndasýninga verður nóg annað í boði fyrir kvikmynaáhugamenn; pallborðsumræður,tónleikar, listsýningar og sundpartí svo eitthvað sé nefnt.