Verið er að gera Hollywood útgáfu af Let the right one in. Hún á að gerast á Ronald Regan tímabilinu í Colorado. Myndin verður ekki byggð á mynd Alfredson heldur verður hún byggð á bókinni eftir John Ajvide Lindquist. Búið er að breyta nöfnunum á krökkunum í Owen og Abby, í stað Oskar og Eli. Þau munu vera tólf ára í myndinni en orðrómur var uppi um að þau yrðu gerð að unglingum vegna vinsælda Twilight.
Avy Kaufman sem sá um „casting“ fyrir The Sixth sense, Garden State og Lemony Snicket er nú að velja í hlutverk Owen og Abby. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Matt Reeves sem leikstýrði Cloverfield.
Meðfylgjandi eru fyrstu plaköt fyrir myndina.



