Ef þetta er ekki dæmi um hræðilega tímasetningu þá veit ég ekki hvað! Nú eru aðeins örfáar vikur í gamanmyndina Bruno, sem er sögð vera ein sú ósmekklegasta í ár. Hins vegar leggst það illa í framleiðendur hversu stutt er í myndina, sérstaklega útaf einu tilteknu atriði sem skýtur fáeinum skotum á nýlátinn Michael Jackson.
Sagt er að myndin innihaldi senu þar sem tískufríkið Bruno (Sacha Baron Cohen) tekur viðtal við LaToyu Jackson, og spyr hana alls kyns grófar spurningar varðandi umdeilda bróður hennar. Leikstjórinn Larry Charles ásamt framleiðendum finnst betra að klippa senuna úr myndinni en þar sem svona stutt er í frumsýningu myndi það þýða að búa til glæný eintök af filmunni (s.s. print) og endursenda til kvikmyndahúsa um allan heim, sem væri MJÖG kostnaðarsamt.
Framleiðendur segja þó að myndu þeir ekki klippa senuna myndi það skapa verra umtal á mynd sem er þegar ákaflega gróf, og mögulega hafa áhrif á aðsókn hennar.
*UPPFÆRT*
Það tók víst ekki langan tíma fyrir framleiðendur að ákveða að betra væri að klippa senuna út með vonir um aðeins „smekklegri“ aðsókn.
Hvað finnst ykkur?

