Á forsíðunni má finna cirka 10 mínútna langt vídeó sérstaklega gefið út af Warner Bros. sem sýnir brot úr Harry Potter-kvikmyndaseríunni frá Viskusteininum til Fönixreglunnar.
Myndbandið er glæsilegt áhorf fyrir þá sem hafa áhuga að kíkja á hina væntanlegu Half-Blood Prince án þess að þurfa að sitja yfir heilum fimm kvikmyndum til að muna hvert sagan var komin og hversu mikið hún hefur þróast.
Vídeóið ber undirheitið „samantekt“ og finnst það einnig á undirsíðu sjöttu myndarinnar.
Harry Potter and the Half-Blood Prince er heimsfrumsýnd 13. júlí.
Eru annars einhverjir Potter-fíklar hérna sem vilja láta heyra í sér? Einhverjar spes væntingar gagnvart nýju myndinni?

