Þó að það sé líklega heldur snemmt að fara að tala um Transformers 3, núna
þegar Transformers: Revenge of the Fallen er að koma í bíó, þá hafa aðstandendur myndarinnar nú
þegar tjáð sig um nr.3. Leikstjórinn Michael Bay hefur til að mynda lýst sig
reiðubúinn að leikstýra þriðju myndinni og Shia LaBeouf lofar að þriðja myndin
verði dimmari en hinar tvær fyrri.
Þeir Bay og LaBeouf ræddu þessi mál við fjölmiðla sl.mánudag þegar myndin var frumsýnd í
Los Angeles í Bandaríkjunum.
Þó að ekki sé búið að tilkynna opinberlega um að gerð verði mynd nr. 3 þá
segist Bay fara fram á að vera með áfram. Fyrst þurfi hann þó smá hvíld, enda er
hann nýbúinn með nr.2.
LeBeouf segir að þriðja myndin gæti gerst úti í geimnum og bætti við: “einhver
verður að deyja”,og gaf þar með til kynna að myndin gæti orðið drungalegri en
nr.1 og 2.

