Universal hafa ákveðið að búa til kvikmynd byggða á barnabókinni Where’s Waldo?, eða Hvar er Valli?. Enn hefur ekki verið ákveðið hver á að leikstýra myndinni eða skrifa handritið, en markmiðið er að gera leikna fjölskyldumynd, þ.e. þetta verður ekki teiknimynd. Einnig hefur ekki verið ákveðið hvort myndin muni einkennast af tímaflakki eins og bækurnar.
Martin Handford bjó til hetjuna Valla, sem þekkist einnig sem Wally á ensku. Fyrsta bókin kom út árið 1987 og hefur notið mikilla vinsælda um gjörvallan heim.
Opinbera heimasíðu Where’s Whaldo? ævintýrisins má nálgast hér.

