Par handtekið fyrir að taka upp mynd í bíósal

Par var handtekið um helgina fyrir að reyna að taka upp kvikmyndina Hannah Montana: The Movie í bíósal vestanhafs, en myndin var frumsýnd núna um helgina og fór beint á toppinn í Bandaríkjunum.

Áhorfendur tóku eftir því að Gerardo Arrellano var með upptökuvél í salnum sem tók upp það sem gerðist á hvíta tjaldinu. Kona hans, Maribel Fernandez var honum við hlið og með í ráðum. Þau eru bæði 32 ára gömul og búa með þremur börnum sínum í Chicago.

Lögreglan leitaði á heimili parsins og fann 44 þúsund geisladiska og DVD diska með efni sem nálgast hafði verið með ólöglegum hætti og ætlað var að selja á svörtum markaði. Virði efnisins er áætlað vera 50.000 dollarar.

Arrellano hefur verið kærður fyrir að stuðla að ólöglegum dreifingarhætti mynda, óleyfilega notkun á hljóðupptökuvél, tölvusvindl og sölu á ólöglegu myndefni í gegnum veraldarvefinn.

Hér fyrir neðan má sjá frétt: