Bruce Campbell hefur margoft tjáð sig um að honum finnist það asnaleg hugmynd að gera aðra Evil Dead-mynd, en leikstjórinn Sam Raimi er merkilega ósammála.
Raimi var staddur í Austin, Texas að kynna nýjustu mynd sína, Drag Me to Hell, þegar hann var spurður um framhald Evil Dead-seríunnar. Raimi sagðist vera virkilega áhugasamur um að gera fjórðu myndina fyrst að það væri svona mikil eftirspurn eftir henni. Hann þyrfti hins vegar að bíða með hana þar til eftir Spider-Man 4, sem áætluð er að koma út 6. maí 2011.
Varðandi neikvæðnina í Bruce þá bætti Raimi við að „hann myndi taka þátt á endanum, sama hvað“ og hann ætti eftir að sannfærast.
Drag Me to Hell er sögð vera hryllingsmynd í anda fyrstu Evil Dead-myndarinnar og kemur hún í bíó vestanhafs í maí.

