Það er kominn teaser fyrir íslensku hryllingsmyndina Reykjavik Whale Watching Massacre sem verður frumsýnd á Íslandi þann 9.september næstkomandi. Gerð myndarinnar kostar um 250 milljónir króna, en Júlíus Kemp er leikstjóri.
Reykjavík Whale Watching Massacre segir frá hópi erlendra ferðamanna sem fara í hvalaskoðun. Þegar bátur hópsins verður vélarvana kemur hvalveiðiskip nokkuð fyrst á vettvang, og eru áhafnarmeðlimir þess allt annað en hrifnir af ferðamönnum í hvalaskoðun.
Sýnishornið má sjá á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is, eða með því að smella hér.

