Michael Cera segir já við Arrested Development!

 Gamanleikarinn Michael Cera hefur ákveðið að taka að sér hlutverk Michael í væntanlegri Arrested Development kvikmynd, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Cera var sá síðasti af leikurum þáttarins til að segja já við því að leika í myndinni.

Að sögn Ron Howard, framleiðenda þáttanna (og myndarinnar), ganga handritsskrif svo vel að við gætum séð myndina í kvikmyndahúsum í lok þessa árs.