Aldrei stríð á Íslandi frumsýnd 6. mars

Ný íslensk stuttmynd verður sýnd á undan Clint Eastwood myndinni Gran Torino sem hefur sýningar á Íslandi 6. mars. Stuttmyndin heitir Aldrei stríð á Íslandi og gerist í Reykjavík í miðri borgarstirjöld. Það er Bragi Þór Hinriksson sem leikstýrir og Samfilm gefa hana út. Hægt er að lesa nánar um myndina hér.