Jólin hjá Coen bræðrum

Coen bræðurnir frábæru ( Fargo , The Big Lebowski ) eru að fara að skemma jólin fyrir börnunum með því að kynna þau fyrir slæmum jólasvein. Þeir ætla sér að framleiða myndina Bad Santa, ásamt því að hafa skrifað handritið. Myndin fjallar um þjófóttan jólasvein og álfinn hans, en átta ára drengur kennir þeim hinn sanna jólaanda þegar þeir brjótast inn heima hjá honum. Þeir ætla að láta leikstjórann Terry Zwigoff ( Ghost World ) um að leikstýra myndinni en enn hafa ekki verið nefndir hugsanlegir leikarar til að fara með aðalhlutverk. Þó rennur að manni sá grunur að John Goodman gæti verið frábær jólasveinn en hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá bræðrunum tveimur í gegnum tíðina.